Fjögur ekkisens myndlistarkvendi héldu til sýningahalds í Tallinn, Eistlandi í júní. Sýningin var samstarfsverkefni Ekkisens og Gallerí Metropol í Tallinn.
„Ætlunin var að fara saman ferðalag, róta eftir snúrum og tengjum í leit að einhverju óvæntu í von um að rekast á nýjar og annarsskonar sýnir og leiðslur til að nálgast okkar veruleika“
Myndlistarkonurnar eiga það sameiginlegt að hafa verið framtakssamar í sýningasköpun og haldið utan um stórar samsýningar í Ekkisens síðastliðin tvö ár, þá einar eða í tveggja manna sýningastjórn. Sýningin er hins vegar fyrsta samstarfsverkefni þeirra fjögurra.
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Freyja Eilíf Draumland
Heiðrún Gréta Viktorsdóttir
Sigríður Þóra Óðinsdóttir
Facebook photo album: