DRAUMLAND | DREAMLAND
Völundur Draumland Björnsson 1936-2012
Yfirlitssýning, I. hluti. | Overview exhibition, I. part
20. júlí – 28. ágúst 2016| 20th of July – 28th of August 2016

Ekkisens is honoured to present the very first part of overview exhibition series by the late artist Völundur Draumland Björnsson. Völundur was born in Reykjavík in 1936 and was part of an outsider group of artists such as Dagur Sigurðarson, Jónas Svafár and Elías Mar who lived and worked in opposition of the prevailing traditions in society and art of that time. Völundur actively exhibited his art in his younger years until he suddenly withdrew his art from all general display. He continued on working in privacy from the public eye and did paintings, woodcuts, photography and translated poetry. His work reflects strong social awareness of the icelandic society in a global context shown through political and esoteric symbolism and his charachteristic figurative language.
Völundur Draumland worked and lived with his family at Bergstaðastræti 25B, where Ekkisens resides now, until he left this earthstar for another in 2012.
See more at: www.draumland.is
Það er Ekkisens mikill heiður að bjóða upp á þann merkisviðburð sem frumsýning á helstu verkum myndlistarmannsins Völundar Draumlands Björnsonar er. Þann 20. júlí kl. 17:00 verður opnaður I. hluti af sýningarseríu sem ætluð er til þess að gera skil á verkum hans og ævistarfi. Ber sýningin yfirtitilinn „Draumland“ og stendur til 28. ágúst. Verið hjartanlega velkomin á þennan stórviðburð í íslenskri myndlistarsögu.
Völundur Draumland Björnsson var fæddur árið 1936 í Reykjavík. Hann var samferðarmaður Dags Sigurðarsonar, Jónas Svafárs, Elíasar Marar og fleirri listamanna sem áttu það sameiginlegt að lifa og starfa á skjön við ríkjandi samfélagshefðir. Völundur var virkur í sýningahaldi á yngri árum og sýndi þá oftar en ekki í slagtogi við Dag Sigurðarson. Með árunum dró hann sig til baka frá almennu sýningahaldi en hélt þó áfram að vinna að verkum sínum. Hann fékkst við tréristur, olíumálverk, vatnslitamyndir, ljósmyndun og þýðingar svo fátt eitt sé nefnt. Verk hans endurspegla sterka félagslega meðvitund um íslenskt samfélag í hnattrænu samhengi, eru oft á tíðum mjög pólitísk og bera sterk höfundaeinkenni.
Völundur Draumland Björnsson átti vinnustofu og heimili á jarðhæð að Bergstaðastræti 25B þar til hann kvaddi þennan jarðheim árið 2012, en í því húsnæði hefur gallerí Ekkisens nú verið rekið á annað ár.
Nánari upplýsingar: www.draumland.is
Sýnishorn af verkum Völundar Draumlands sem voru til sýnis | A preview of a few works which were exhibited at the Draumland exhibition
Myndir af Völundi Draumland Björnssyni á Bergstaðastræti 25B| Photos of Völundur Draumland Björnsson at Bergstaðastræti 25B
Myndir af opnun sýningarinnar Draumland í Ekkisens | Photos from the opening of the Draumland exhibition at Ekkisens Art Space
Valdar ljósmyndir eftir Völund Draumland Björnsson af sýningahjólinu á Draumlandssýningunni| Selected photos by Völundur Draumland Björnsson from the street art and portrait photography slideshow at the Draumland exhibition