You are cordially invited to the opening of the exhibition „109 cats in sweaters“ on friday, April the 29th. The exhibition is a collaborative project by artists Auður Lóa Guðnadóttir and Una Sigtryggsdóttir.

It will be open further on the following dates:
Sat. 30. April: 14:00 – 16:00
Sun. 1. May: 14:00 – 16:00
Mon. 2. May: 16:00 – 18:00
Tue. 3. May: CLOSED
Wed. 4. May: 16:00 – 18:00
Thu. 5. May: 16:00 – 18:00
Fri. 6. May: 20:00 – 22:00 SMOOTHIENIGHT
Sat. 7. May: FINISSAGE
The internet is like art like art is like reality. We are talking about mimesis. Computers mimic us and we like it. Art mimics reality and we call it to be about something. How is art about something? Its experience and – guess it has to be – context, like connecting the dots, or something like knowing it when one sees it because it is not possible to describe so well.
This is nothing like a computer screen, or the internet per se. Somewhere these things exist, in their original form. But these are not those things. These things are not equal because they appear on a screen, but because they appear together in the gallery space. Art has this ability, like the computer, to even out action and experiences.
Auður Lóa Guðnadóttir (b.1993) and Una Sigtryggsdóttir (b.1990) both graduated from the fine arts department of the Iceland Academy of the Arts last spring. They share a studio in Kópavogur, and „109 Cats in Sweaters” is their first collaborative project. Also working alongside them are Andrea Arnarsdóttir, who opens a related show in Listamannakofinn, Starkaður Sigurðarson, who managed the text side of things, and Berglind Erna Tryggvadóttir, who takes on a rather glamorous role in the show.
Internetið er eins og list eins og list er eins og veruleikinn. Við erum að tala um að
herma. Tölvur herma eftir okkur og okkur finnst það gott. List hermir eftir
veruleikanum og við köllum það að vera um eitthvað. Hvernig er list um eitthvað?
Það er reynsla og – ætli það verði ekki að vera – samhengi, eins og að tengja saman
punktana, eða eitthvað eins og að þekkja það þegar maður sér það af því að það er
ekki hægt að lýsa því svo vel.
Þetta er ekkert eins og tölvu skjár, eða internetið per se. Einhverstaðar eru
þessir hlutir til, eins og þeir voru til áður en við sáum þá. En þetta eru ekki þeir hlutir.
Þessir hlutir eru ekki jafnir af því að þeir birtast saman á skjá, heldur af því þeir eru
saman í galleríi. List hefur þennan hæfileika sem tölvan hefur líka að jafna út gjörðir
og upplifanir. Á sama stað og birtist gagnrýni frá Bretlandi um listasýningu á báti
birtast líka áhugaverðar greinar um notkun fólks á heimabanka; auglýsing fyrir vinnu
sem þú vilt; æskuminningar; upptökur af síðasta performans sem þú sást; upptaka af
þér að segja frá draumnum þínum sem þú vildir muna; upptaka af þér og maka þínum
á Neil Young tónleikunum í Laugardalshöllinni, photoshop skissa af Muammar
Gaddafi deyjandi einhverstaðar á pallbíl; ljósblár neon texti í augnhæð meðfram
Flókagötu sem segir: Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla; litlir skúlptúrar
úr plasti sem líta út eins og vasar. Stundum birtast köttur og fréttir af Jessica Biel á
sama stað; stundum opnaðist myndband þegar þú varst að reyna að finna torrent af
Neil Young plötuni Zuma sem sagði eitthvað um peninga og capital en þú heyrðir
ekki í því af því að þú stilltir tölvuna þína á hljóðlaust; seinna þurftir þú að loka
einhverju sem birtist á skjánum þínum með því að segja annaðhvort já eða nei við
spurningu sem þú last ekki og tókst ekki mark á af því þú hefur lært að skynja hvað er
gervi og hvað er raunverulegt á tölvunni þinni. En það er bara eðli þess að taka við
öllum þessum upplýsingum.
Í tölvunni eins og í list endar maður með það sem maður byrjaði með.