For as long as she can remember Elín Edda has been drawing and writing. She mostly uses water colors and ink — as she does in Gombri. Elín Edda considers sincerity to be of the utmost importance in regards to the flow of the text and drawings. Strange occurrences are common when writing and drawing in freeform. The drawing should above all be unrestricted. Mistakes are permitted. Elín’s foremost wish is to make appealing pictures and texts which give the reader a new outlook in some way.
Elín Edda is a twenty-year-old graphic design student at The Iceland Academy of Arts. In 2014 she released her graphic novel The Plant in the Hallway in collaboration with Elísabet Rún. At the same time an exhibition of pages from the book was held in the Reykjavík City Library on Tryggvagata.
Bókin fjallar um Gombra sem ákveður að yfirgefa heimili sitt, Garðinn, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Hann leggur af stað í langt ferðalag — staðráðinn í að snúa ekki aftur. Á leiðinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinni.
<p><a href=”https://vimeo.com/162403969″>Gombri – A graphic novel by Elín Edda</a> from <a href=”https://vimeo.com/user33566340″>Ekkisens</a> on <a href=”https://vimeo.com”>Vimeo</a>.</p>
FRJÁLSAR TEIKNINGAR OG MISTÖK ERU LEYFILEG
Guðjón Jóna Stefánsdóttir skrifar:
Fréttablaðið 31.03.2016
Ég hef skrifað og teiknað nær allt mitt líf. Árið 2014 byrjaði ég að þróa söguna um Gombra út frá karakter sem ég hef verið að teikna í gegnum tíðina,“ segir Elín Edda, tvítug námskona í grafískri hönnun við Listaháskólann, en hún er um þessar mundir að gefa út myndasöguna Gombra sem spannar heilar 200 síður.
Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna.
„Ég vissi alltaf um hvað sagan átti að vera, ég er nú þegar búin að fá frábær viðbrögð við sögunni. Fólk fær að sjá bókina í heild sinni á morgun í hátíðlegu útgáfuhófi sem haldið verður í Galleríi Ekkisens en þar mun tónlistarkonan Kaðlín skemmta gestum og kemur hún meðal annars til með að flytja nýtt tónlistarverk á opnuninni,“ segir Elín Edda spennt fyrir útgáfu bókarinnar.
Myndirnar málar Elín með bleki og vatnslitum en þær verða til sýnis og sölu á sama tíma og bókin, sem einungis er gefin út í 200 eintökum. Elínu Eddu finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar en í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur.
„Mistök eru leyfileg og teikningarnar eru fyrst og fremst frjálsar. Helst vil ég gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt,“ segir Elín Edda.
Þrátt fyrir ungan aldur er nóg að gera hjá þessari ungu listakonu og óhætt er að segja að hún hafi mörg járn í eldinum og framtíðin sé björt og spennandi.
„Í dag er ég að taka alls konar hönnunarverkefni að mér, svo stefni ég á að byrja að skrifa nýja sögu í sumar. Eftir sumarið kemur út ljóðabók eftir mig sem heitir Hamingjan leit við og beit mig í dag. Svo er það líka skólinn en ég er í grafískri hönnun í Listaháskólanum og finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Elín Edda, og bætir við að öllum sé velkomið að líta inn á sýninguna sem stendur yfir alla helgina í Galleríi Ekkisens.