LISTMESSA / ARTMASS | Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

*english below*

Verið velkomin á Listmessu Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur sem haldin verður í Ekkisens í mars.

/ opnunarathöfn verður sunnudaginn 6. mars kl. 15:00
/ miðvikudaginn 9. mars kl. 20:00 verður Listmessan endurtekin með listamannaspjalli
/ sunnudaginn 13. mars verður haldin Listmessa og lokaathöfn kl. 15:00
/ og opið þess á milli eftir samkomulagi hafið samband ef óskað er eftir því

Með Listmessunni gefur Katrín Inga okkur tækifæri til að koma saman og tilbiðja listina. Sunginn er listsálmur, predikað og farið með svokallað listvor til að viðhalda trú okkar á listfyrirbærið. Listmessa endurspeglar að meðal annars þann fáránleika sem einkennir trúarbrögð oft á tíðum.

Listmessa er gjörningaverk sem hefur verið í gangi frá árinu 2009 en þá leit hún fyrst dagsins ljós á sýningu í Kling&Bang galleríinu á föstudegi langa. Eftir það hefur Katrín Inga ferðast með hana víða um heim og er nú kominn tími til að endurtaka athöfnina hér heima og þá sérstaklega í Ekkisens.

Verið innilega velkomin.

Katrín Inga
—————

Katrín reynir yfirleitt að fella gildi listarinnar en um leið vill hún auka vægi hennar. Hún reynir að færa listina nær áhorfandanum með því að koma verkum sínum til skila í almannarými eða með einlægum hætti. Einlægnin, sem virkar oft sem kaldhæðni, gerir verk hennar dulúðleg og óráðin en stundum mjög auðlesin. Katrín telur listina geta bjargað heiminum og reyndar finnst henni það vera skylda listarinnar. Listin er eina vonin okkar til hins betra lífs, segir Katrín. Katrín endurvinnur flesta hugmyndir sínar með því að útfæra þær á margskonar vegu og á ólíkum stöðum. Hún rannsakar hugmyndir sínar og þróar þær í fjölbreytileika miðlana og rýmisins, vegna þess að hún telur hugmyndir í sjálfu sér geta verið svo margt annað en bara eitt listaverk. Möguleikar á úfærslu hugmynda eru óendalegir. Katrín hóf sjálfstæða listköpun sína með svokölluðum skrímslum sem hún skilgreinir sem týndar hugsanir eða eitthvað órætt sem býr innra með okkur en sem fær ekki að komast út. Katrín fór í kjölfarið að vinna í ákveðinni hugmynd um hvatningarfyrirbærið sem hún hefur unnið með í ólíkum verkum síðan þá. Katrín rannsakaði hvernig við hvetjum okkur sjálf áfram með sjálfshjálparefni og í samhengi við það fór hún að rannsaka hversu auðvelt það er hægt að heilaþvo fólk með misgáfulegum upplýsingum. Því fannst henni alveg kjörið að heilaþvo áhorfandann með jákvæðum lýsingarorðum til hans/hennar. Katrín hefur gengið í hús og gefið listaverk eftir sjálfa sig og notar reyndar iðulega verk eftir sig sem sinn eigin gjaldmiðil, því hún telur listaverk vera traustasta gjaldmiðilinn. Katrín hefur gengið inn í verðbréfafyrirtæki og selt verk eftir sig sem eina traustustu fjárfestingu sem til væri. Katrín sagði starfsmönnum þar að það væri ekki hægt að tapa á því að kaupa verk eftir hana á aðeins 500 kr. Allir keyptu að minnsta kosti eitt ef ekki tvö verk eftir hana. Katrín hefur einnig sett verk sín á útsölu, hún hefur selt jólakort til styrktar íslensku þjóðinni og hún hefur mjólkað sig með rafmagnsmjaltavél til stuðnings fyrirburum og veikum ungabörnum. Katrín reyndi að selja góðærisbíl sinn á sýningu í Kling og Bang til að endurspegla ástandið í íslensku efnahagskreppunni. Katrín hefur beðist afsökunar og viðurkennt í myndbandsskilaboðum að hrunið hafi verið henni að kenna. Hún hefur endurtúlkað málverkið „Ópið“ í 45 mínútna hljóðlausu ópi til stuðnings skrílnum gegn ákæruvaldinu. Katrín hefur tilbeðið listina í formi sjálfsfróunar í tileinkun sinni til Nýlistasafnsins. Katrín hefur skrifað bæn til listarinnar aftan á póstkort sem virkar sem bréf til ástvinar… (skrifað 2011)

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (b. 1982) útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts árið 2014. Katrín er Fulbright styrkþegi 2012 og hlaut námstyrk frá sjóði Guðmundu Andrésdóttur árið 2013. Hún er einnig útskrifuð með BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og BFA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Katrín hlaut viðurkenningu frá Listasjóði Dungals árið 2012 og síðasta einkasýning hennar var í Nýlistarsafninu árið 2013.

www.dottir.info


ArtMass: Art As Religion And Religion As Art:
by Gabriel Benjamin
Grapevine.is

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísar has been performing her ArtMass in various spaces and on multiple occasions since 2009, and is now showing it at Ekkisens gallery. Consisting of art psalms, sermons on art, the performance art show offers guests the chance to worship art in its varied forms. We called Katrín to ask her more about this enigmatic show, that she says is all about religious freedom.

Where did the idea of the ArtMass come from?

Where did it not come from? It was in the air—in dialogue with the subjects of art and religion, and most of all the dialogue here in Iceland about government and religion. It really started though in 2009 at a group exhibition in Kling & Bang, which was open during Easter and Good Friday [a day where it is illegal to have any public event], where the artists had an all day and all night performance; that’s where my Mass came from.
You’ve been performing it for many years now, has it always been shown around the time teenagers have their confirmation ceremony?

Nope. It was born around that time, but the Mass has been performed at various times of the year.
In what way has it evolved over time?
Challenging to frame it, but the performance has not evolved per say, while the meanings—the surroundings—have. The sermon that is one part of the ArtMess is text montage taken from various sermons from Icelandic priests’ Sundays masses from 2008-2009, a time when everyone was suffering from the post-economic trauma.

How much of the ArtMass is mockery of religion, and how much is about paying respect to art?

It is always about respect. I believe it is healthy to make fun of yourself and your beliefs—humour is one element that keeps you alive and gives you hope for better world! The ArtMass is reflection on the paradox that characterises religion—and in many ways the art too—because art is religion

LISTMESSA / ARTMASS | by Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir from Ekkisens on Vimeo.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star