Ekkisens presents: Finest of the finest from French-Malagasy artist David Subhi and his solo exhibition in EKKISENS – Oeuvres Mortes & Oeuvres Vives. You are cordially invited to the opening on february the 12th at 17:00.
In the french vocabulary, two expressions are used to name the emerged and immersed parts of a ship. Above the sea line, “The dead works” (les oeuvres mortes), and under the sea line, “The living works” (les oeuvres vives), areas in permanent contact with water. In french, the word “oeuvre” can be used for labor, resulting object, mind production, artwork, and a production seen as whole.
Most of the artworks on show were realized between 2014 and 2016. During that time, David Subhi worked as a painter at the shipyard downtown Reykjavik while he continued a personal research with painting. Thought for Ekkisens Galleri, the proposition is to combine, regroup artworks that seem to be very different from each other, both by their inspiration or by their realization, take the advantage of the reduced space to let the ensemble of differences, singularities and common factors compose their own forms, their own harmonies. The works are marked by narratives and experiences from the shipyard period. Some paintings are dealing with personal obsessions, and beyond that, it displays an active research about the art of painting. Its purpose, its necessity or its possibilities.
DAVID SUBHI, was born in 1990, in Antananarivo, Madagascar. He moved to France in 1999. With a music education and a high school diploma of litterature, he entered the Villa Arson (french art school in Nice) in 2007 and followed the art cursus as a regular student until 2013. He moved to Iceland in 2013 where he currently lives and works. David Subhi started as a dishwasher in the French bistro of Reykjavik, then worked as a ship painter with the industrial company Stalsmidjan Framtak. Now, he does carpentry with Ishamar in Mosfellsbaer. He has exhibited his work at Týsgallerí and Sequences off venue at Skítur & Kanill Gallerí.
Oeuvres Mortes & Oeuvres Vives – Initiated with Hulda R.Gudnadottir and Freyja Eilif. In relation with Keep Frozen Projects, giving voice to artists for art practice as research. February 2016.
Many thanks to:
Ragnhildur Lára Weisshappel; Fridrik Örn Weisshappel; Hulda Rós Gudnadottir; Freyja Eilif Draumland; Gudbjartur Thor; Gunnar Helgason; Gardar Gunnarsson; David Ingi Bustion; Stefán Thorarinsson; Ragnhildur Stefánsdottir; Gunnar Richter; Leifur Ymir Eyjolfsson; Stálsmidjan Framtak; Ishamar Mosfellsbær; SIM; Harifera Subhi & Alain Subhi. Marcel et Nino. France Inter – France culture – RFI – BBC world service.
Það er Ekkisens mikill heiður að kynna fransk-malagíska listamanninn David Subhi sem opnar sýninguna Oeuvres Mortes & Oeuvres Vives þann 12. febrúar kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin á opnun!
Titill sýningarinnar vísar í frönsk orðasambönd sem notuð eru yfir þann hluta skips sem liggur yfir sjávarlínu (Les oeuvres Mortes / Dauða verkið) og þann hluta sem liggur undir henni (Les oeuvres Vives / Lifandi verkið) og er í stöðugri snertingu við vatn. Franska orðið „oeuvre“ yfir verk er líkt og í íslensku notað yfir vinnu, útkomu, hugarburð, listaverk og annars konar framleiðslu.
„Flest öll verkin á sýningunni voru unnin á árunum 2014 – 2016. Á þeim tíma vann ég við skipamálun hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík og hélt á sama tíma áfram með mína eigin rannsókn á málverkinu. Markmiðið með sýningunni sem ég opna í Ekkisens er tilraun til þess að sameina ýmis listaverk sem virðast vera ólík að innblæstri og útkomu, taka mið af takmörkun rýmisins til að láta þar samspil ólíkindanna með verkunum og sameiginlega þætti þeirra mynda sín eigin form og samhljóma. Verkin bera með sér sögu og reynslu frá því tímabili sem ég vann við skipamálun. Sum málverkin fjalla um persónulegar þráhyggjur en umfram allt sýna þau virka rannsókn í gegnum list sem fjallar um málverkið, tilgang og möguleika þess“
DAVID SUBHI er fæddur árið 1990 í Antananarivo, Madagaskar og flutti ungur að árum til Frakklands. Eftir að hafa numið bæði tónlist og bókmenntafræði hóf hann göngu sína í Villa Arson listaháskólanum í Nice og útskrifaðist þaðan sem myndlistarmaður árið 2013. Sama ár flutti hann til Íslands þar sem hann býr nú og starfar sem listamaður og þúsundþjalasmiður. Fyrst um sinn starfaði hann hér sem uppvaskari á veitingastað en hóf síðan störf við skipamálun hjá Stálsmiðjunni og vinnur nú sem smiður hjá Íshamar. Hann hefur áður sýnt listaverk sín í Rennunni hjá Týsgallerí, á offvenue fyrir Sequences listahátíðina í Gallerí Skít og Kanil sem og á fjölmörgum sýningum í Nice.