Útburður úr bólfestu // Eviction of Artsquat II

Eins og kunnugt er tók Ekkisens rýmið hústöku með fjölmörgum listamönnum og stórri samsýningu sem opnaði 29. ágúst. Sýningin Bólfesta opnaði síðan þann 3. október með nýjum verkum og fleiri listamönnum.

Nú verður þriðja opnunin haldin hátíðlega með það í sjónmáli að úrskurðað hefur verið um útburð á myndlistasýningunni úr húsinu þann 25. nóvember.

Húsið hefur verið í eignasafni Hildu hf. frá árinu 2011, en Hilda hf. sem er skúffufyrirtæki Seðlabankans hefur ekki haft afskipti af húsinu fyrr en núna á þessu ári vegna væntanlegrar heildarsölu á öllu eignarsafni Hildu hf. sem því áskotnaðist frá Dróma.
Kjarninn fjallaði ítarlega um söluna fyrr á árinu og þá grein er hægt að lesa hér:

Seðlabankinn selur félag troðfullt af fasteignum og útlánum sem metin eru á milljarð króna

Yfirlýsing varðandi útburð í Hústöku II:

Ekkisens og listamenn í Hústöku II skora opinberlega á Seðlabankann að sjá sóma sinn í því að veita listarýminu Ekkisens leigulaus afnot af húsinu á Bergstaðastræti 25 á meðan skúffufyrirtæki þess Hilda er enn í svokölluðu söluferli. Húsið hefur hlotið uppgerð og umönnun af höndum hústökufólks síðastliðin ár og verið í góðum höndum hjá þeim sem ráðstafa henni nú skynsamlega, í stað þess að grotna niður í 4 ár á meðan aðgerðarleysi Seðlabankans gagnvart eignasafni Dróma hefur staðið.

Okkar skoðun er sú að nýtingarréttur og skynsöm ráðstöfun sé mikilvægari en fjárhagur og hentisemi auðhölda. Þá er nú brýnna sem aldrei fyrr að efla undirstöðu nýsköpunar og menningar í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hver listastarfsemi hefur hrökklast burt á eftir annarri á meðan hótelum og lundabúðum fjölgar!

Þess má geta að húsið á Bergstaðastræti 25 er systirhús Bergstaðastrætis 25B, þar sem Ekkisens er til húsa í kjallara, eins og fram kom á opnun fyrstu sýningarinnar. Sjá hér:

https://ekkisens.wordpress.com/2015/08/31/ekkisens-kynnir-hustaka-ii/

Það er því táknrænt og verulega brýnt í senn að sýna upprennandi listamönnum stuðning með því að verða við þessari bón og virkja þannig sköpunarkraftinn í miðbæ Reykjavíkur til móts við sívaxandi framboð á gistiheimilum og túristabúðum.

Með ósk um skjót svör,
Ekkisens og listamenn í Hústöku II
11. nóvember, 2015

_MG_9704 _MG_9707 _MG_9723

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star