Ekkisens presents: Artsquat II / Ekkisens kynnir: Hústaka II

Hópur listamanna sýnir verk á hústökusýningu Ekkisens í tveggja hæða 100 ára gömlu einbýlishúsi á Bergstaðastræti 25.

Sýningin er önnur í röð hústökusýninga á vegum Ekkisens, sýninga- og viðburðarýmis, en fyrr í sumar var opnuð hústökusýning í niðurníddu einbýlishúsi á Stöðvarfirði. Í kringum tuttugu listamenn úr öllum áttum hafa boðað þátttöku sína í hústökusýningunni á Bergstaðastræti og viðburðurinn opnar laugardaginn 29. ágúst kl. 17:00.

IMG_8044

Saga hússins:
Húsið á Bergstaðastræti 25 var byggt fyrir rúmlega 100 árum sem lítið kot. Var það skipstjóri sem reist hafði sér einbýlishús í bakhúsinu á 25B (Ekkisens), sem lét smíða kotið undir systur sína, en hún var einstæð og hafði eignast barn í lausaleik.
Í dag er húsið partur af eignasafni Hildu, dótturfélag eignasafns Seðlabankans, en í því eru eignir sem komust í eigu Seðlabankans þegar samið var um yfirtöku hans á eignum og skuldum Dróma árið 2013. Nú stefnir Seðlabankinn að sölu á öllu eignarsagninu í heilu lagi.

Listamenn sem sýna verk eru /// Artists exhibiting work are:

Anna Brink, Anton Logi Ólafsson, Ásgeir Skúlason, Berglind Erna Tryggvadóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, David Subhi, Dionysios Stravopodis, Elín Anna Þórisdóttir, Freyja Eilíf Logadóttir, Freyja Reynisdóttir, Friðrik Svanur Sigurðarson, Fritz Hendrik IV, Guðbjartur Þór Sævarsson, Heiðrún Gréta Viktorsdóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Magnea Ásmundsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Solveig Pálsdóttir, Unnur Óttarsdóttir, Rán Jónsdóttir.


 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star