KYNLEIKAR / GENDER PLAY @ Ekkisens, City Hall, Tjarnarbíó Cinema

Kynleikar er samsýning fjórtán listamanna sem er sett upp í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Listamennirnir fjalla í verkum sínum á ýmsan hátt um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið er kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samfélagi sem mótar stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti.Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum.unnamed-3
Innsetning, textaverk og ljósmynd eftir Andreu Ágústu Aðalsteinsdóttur

 

unnamed-2
Athafnamálverk, myndband og innrömuð verk eftir Sólveiu Eir Stewart.

 

Sýningarstjórar:
Heiðrún Gréta Viktorsdóttir
Sigríður Þóra Óðinsdóttir

unnamed
TV. Heiðrún Gréta Viktorsdóttir TH. Sigríður Þóra Óðinsdóttir

 

Viktor Pétur Hannesson framkvæmdi gjörninginn „Á ég kannski bara að setja varalit á mig líka?“ á opnun. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=GvqxeuuvR9g

Listamenn:
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Anton Logi Ólafsson
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir
Camilla Reuter
Elísabet Birta Sveinsdóttir
Freyja Eilíf
Guðrún Heiður Ísaksdóttir
Halla Birgisdóttir
Heiðrún Gréta Viktorsdóttir
Hildur Ása Henrýsdóttir
Nikulás Stefán Nikulásson
Sólveig Eir Stewart 
Sunneva Ása Weisshappel
Viktor Pétur Hannesson

 


Sýningin Kynleikar var svo færð yfir í Ráðhúsið og stóð þar frá 3. – 30. september í tilefni af afrekasýningu kvenna sem þar var sett upp vegna 100 ára kosningaafmælisins. 

9c434dcf98bcb444cd247a34bf9fb033
Verk eftir Nikulás Stefán Nikulás í matsal Ráðhússins


88c5f394f9dbf9ded09e2d2cd9cd7279

eadb28334a012a9535d9731e61322d9f
Tvíþætt myndbandsverk eftir Heiðrún Grétu Viktorsdóttur

Screen shot 2015-09-20 at 10.39.12 PM
Málverk eftir Hildi Ásu Henrysdóttur

 

6fb366f070fbe0b248b6b500653ff28e-1
Staðbundið fjölfeldisverk eftir Freyju Eilíf við lyfti Ráðhússins

Anton Helgi skrifar í Kvennablaðið 19. september 2015

Brundur og rofnar samfarir

Mér skilst að myndband sem sýni andlit konu löðrandi af brundi hafi rúllað á skjá í mötuneyti Ráðhússins að undanförnu. Á þetta myndband, sem var hluti af listsýningu, mátti fólk góna í öllum matartímum þangað til einhverjum fór að leiðast endurtekningin og stóð loks upp einn daginn og slökkti á tækinu. Ég veit samt ekki hvort þetta er alveg satt með brundinn í listaverkinu. Þegar ég mætti á svæðið í gær til að skoða sýninguna virkuðu engin tæki og eflaust var búið að eyðileggja diskana með myndbandinu.

Það sem ég sá af sýningunni virkaði vel á mig og sérstaklega eitt verk sem snérist um orðið píka. Þetta orð, píka, sem ekki alls fyrir löngu var bannorð og mátti varla heyrast, var skrifað upp aftur og aftur með margvíslegum og skrautlegum hætti af mikilli glaðværð. Það var einhver sterk og smekklega ögrandi sjálfsvitund í verkinu. Við lifum á nýjum tímum.

Ég gæti sagt meira um það sem ég sá en mig langar samt bara til að skrifa um það sem ég sá ekki. Ég sá ekki konuna með brundinn framan í sér en ég get séð hana fyrir mér og skil vel að hún hafi valdið ónotum í matartímum.

Brundur einn og sér getur valdið manni ónotum á öllum tímum sólarhringsins. Það er eitthvað ógeðslega slepjulegt við hann. Samt ætti brundur að vekja hjá manni jákvæð hugrenningartengsl. Í brundinum er sæðið sem getur kveikt nýtt líf, nýja von, nýja tíma og framtíð. En brundur í andliti konu er eitthvað annað. Það er eins og hann sé ekki á réttum stað og ef í honum er sæði þá fer það til spillis eins og gamlir guðsmenn hefðu sagt.

En auðvitað fer meirihlutinn af öllu sæði til spillis. Kynlíf er ekki bara stundað til að geta börn heldur er það eitt og sér ein vinsælasta skemmtun mannfólkins og hefur verið frá örófi alda. Sem skemmtun er kynlíf örugglega miklu vinsælla en knattspyrna og er þá mikið sagt. Það er því ekki skrýtið að mikið hafi verið skrifað um kynlíf og gerðar margar myndir sem sýna kynlíf með alls konar tilbrigðum.

Stærsti hlutinn af allri umfjöllun um kynlíf er klám sem lýtur eigin lögmálum og reglum alveg eins og íslensk ferskeytla lýtur reglum um stuðla og höfuðstafi. Ein algengasta reglan í klámi held ég að séu rofnar samfarir. Karlinn dregur tittlinginn út rétt áður en hann fær fullnægingu og dreifir síðan sæðinu yfir maga meðleikarans eða rasskinnar og stundum yfir andlit eins og mun hafa sést í myndbandinu í Ráðhúsinu.

Hvers vegna er þetta svona? Gárungar gætu sagt að meiningin sé að benda ungmennum á að rjúfa samfarir til að koma í veg fyrir ótímabæran getnað. Önnur skýring á rofnum samförum í klámi er þó nærtækari. Með því að sýna brund spýtast úr tittlingi er gefið í skyn að ekkert plat sé á ferðinni, karlmaðurinn fær úr honum í alvörunni. Brundurinn er veruleikinn eins og hver karlmaður þekkir hann. Karlmaðurinn er ekta.

Það er erfiðara að sýna veruleika konunnar. Hún getur alltaf verið að leika og feika fullnægingu. Hún veldur óöryggi og brundur sem dreifist yfir andlit konu minnir á piss og ruddaskap, það er eins og verið sé að niðurlægja konuna og refsa henni fyrir að vera að leika.

Andlit karlmanns sem væri löðrandi í brundi myndi líklega vekja svipuð hughrif. Jafnvel verri hjá sumum. Ég veit það ekki. Hvort vekur meiri viðbjóð, brundur í andliti karls eða konu? Vekja þannig myndskeið kannski engan viðbjóð? Eru þau bara táknmyndir leiksins og hinnar stjórnlausu ástar og gleði?

Hvar og hvernig eigum við að tala um klám og kynlíf – og við hverja? Sumir halda því fram að klám hafi mótandi áhrif á kynlífshegðun. Hvort sem þetta er rétt eða ekki og hvað sem okkur finnst um hegðunarmynstið sem við sjáum í klámmyndum ættum við auðvitað að geta rætt það í matartímum á jafn sjálfsagðan hátt og við ræðum útsölur og geðsveiflur stjórnmálamanna.

Annað úr bragfræði klámsins sem gaman væri að taka til umræðu er sú regla að láta konu spenna á sig gervilim ef hún hyggst elska aðra konu. Út frá því má síðan spyrja sig hinnar stóru spurningar sem heimspekingar hafa lengi glímt við? Þarf alltaf að vera tittlingur í ástinni eða má njóta hennar án hans?

Það versta við klám er líklega sú staðreynd að oftast horfir á það strákur eða karl sem er einn í sínum heimi og getur því virst soldið undarlegur í höfðinu þegar hann loksins hittir fólk af holdi og blóði.

Strákar og karlmenn yfirleitt hefðu líklega gott af því að horfa á klám með mæðrum sínum og systrum eða öðrum sem þeim þykir vænt um og ræða það hvernig lífið er í raun og veru. En það er sjaldnast hægt að koma á þannig samtali. Einfarinn er yfirleitt ekki til viðræðu. Hann kemur samt alltaf ef það er steik í matinn. Það er því sniðugt að setja upp ögrandi listsýningu í matsal þar sem fólk af báðum kynjum kemur saman. Það gefur tilefni til að ræða ýmsar spurningar. Hvað er klám? Hvað er list? Hvers vegna er þetta klám? Hvers vegna er þetta list? Getum við talað saman?

Hvað finnst þér Dúddi? Hvort lýsir það ást eða ofbeldi að brunda yfir andlit?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star