5. tölublað af Listvísi – Málgagn um myndlist

Þann 4.júní á fimmtudaginn var fimmtu útgáfu á tímaritinu Listvísi fagnað í Ekkisens . Í ritinu var lögð aukin áhersla á myndverk fyrir augu og andagift listunnenda.

Listamenn með verk í 5. tölublaði eru:

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Anton Logi Ólafsson
Auður Lóa Guðnadóttir
Aldís Dagmar Erlingsdóttir
Birta Þórhallsdóttir
Freyja Eilíf Logadóttir
Guðrún Heiður Ísaksdóttir
Gylfi Freeland Sigurðsson
Júlíana Sveinsdóttir
Katrína Mogensen
Haraldur Jónsson
Heiðrún G. Viktorsdóttir
Hildur Ása Henrýsdóttir
Lukka Sigurðardóttir
Sara Ósk Rúnarsdóttir
Sunneva Ása Weisshappel
Unnar Ari
Örn Alexander Ámundason

Ritstjórn önnuðust:
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir og Heiðrún Gréta Viktorsdóttir

Kápuna hannaði: Hjálmar Guðmundsson

Listvísi – Málgagn um myndlist er gefið út fyrir hag hinnar réttmætu listar!

_MG_8619

 


 

_MG_8635

 

 


 

 

 

 

 


 DV 9. júní 2015 
HERKVAÐNING GEGN KRÚTTINU 

Kristján Guðjónsson skrifar:

Fimmta tölublað myndlistartímaritsins Listvísi kom út í síðustu viku. Tímaritið var stofnað árið 2012 af Freyju Eilífi Logadóttur og Birtu Þórhallsdóttur með það að markmiði að skapa vettvang fyrir unga listamenn til að koma efni um list á framfæri. „Þær höfðu verið að skoða gömul tímarit, frá þeim tíma þegar fólk var óhræddara við að koma með yfirlýsingar. Þær vildu að myndlistarmenn tækju umfjöllunina í eigin hendur. Hugmyndin var að umfjöllun um list gæti líka verið listræn,“ segir Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir sem ritstýrir nýjasta tölublaði Listvísi ásamt Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur.

Fjölbreyttir miðlar á tímaritaformi

Ritstjórarnir luku báðir námi úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands nú í vor og kláruðu blaðið samhliða lokaverkefnum sínum. „Listvísi hefur alltaf verið rekið innan LHÍ. Það var stofnað inni í skólanum og við höfum fengið styrk frá þeim til að prenta blaðið.“ Það eru þó ekki einungis listnemar eða listamenn sem mega senda inn efni, heldur hver sá sem hefur áhuga á að tjá sig um listina. Andrea segir að í aðdraganda nýjasta tölublaðsins hafi ritstjórarnir einsett sér að fá eldri listamenn til að taka þátt – en Haraldur Jónsson og Örn Alexander Ámundason eru meðal þeirra sem eiga verk í blaðinu.

„Tímaritinu er „kjúreitað“ – við veljum efni inn í blaðið. Í þetta skiptið ákváðum við að vera opnari fyrir myndverkum en áður. En við veltum því svolítið fyrir okkur hvernig við gætum látið málverkin sem eru í blaðinu virka, því við vildum alls ekki að það liti út eins og katalógur. Við lögðum okkur fram við að koma sem flestum miðlum inn í blaðið. Þarna eru myndverk, textaverk, skáldskapur, ljósmyndir, myndasaga og svo er handrit að gjörningi – það var gaman að koma því að í blaðinu því yfirleitt eru gjörningar bara til í eitt augnablik en hverfa síðan.“

Gróteska og myrkur

Í inngangstexta ritstjóranna er nokkurs konar herkvaðning til ungra listamanna undir yfirskriftinni: „Niður með krúttið!“ Finnst þeim að listamenn af yngstu kynslóðinni séu að berjast við að brjóta af sér klafa krútt-fagurfræðinnar? „Við erum í raun bara að pikka upp það sem er að gerast í kringum okkur. Maður heyrir jafnvel á fyrirlestrum í Listaháskólanum: krúttið er búið, nennið þið „plís“ að koma með eitthvað annað.

En já, mér finnst vera komin ákveðin þreyta. Krúttið hefur verið í gangi mjög lengi og fólk er þreytt á því. Hjá yngri kynslóðinni, þeim sem eru nýútskrifaðir úr Listaháskólanum, er meiri áhersla á ákveðinn hráleika – til dæmis er listarýmið Ekkisens eiginlega gróteskt rými – og maður finnur að það er eitthvað meira að koma út úr kreppunni, svolítið myrkir hlutir.“

Hægt er að fá Listvísi 5 og eldri tölublöð í gegnum listvisi@gmail.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star