Íbbagoggur opnaði myndlistarsýningu í Ekkisens 28. mars og gaf út myndasöguna Ljótur á tánum.
Myndasagan Ljótur á tánum er fuglasaga um hjátrú, ósanngirni, tilætlunarsemi, þröngsýni og ofbeldi. Ekki jafn fyrirferðamikil en þó einnig til sýnis verður svarthvíta myndaröðin Litirnir.
Íbbagoggur er listamaðurinn Héðinn Finnsson. Hann er útskrifaður frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, þar á meðal Hinni Konunglegu Teiknisýningu sem haldin var í Ekkisens í fyrra. Ljótur á tánum er hins vegar hans fyrsta einkasýning.