Fata- og textílhönnuðurinn Tanja Levý sýnir sína fyrstu fatalínu í formi innsetningar í Ekkisens á hönnunarmars.
Munstur og form fatalínunnar voru hönnuð útfrá sögu sem segir frá flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu, aðlagast umhverfinu og fer í dulargervi. Eitur í flösku er tilvísun í (felu)leikinn og eitraða olíulekans.
Aðrir sem koma að verkefninu eru t.d. hönnuðurinn Jóna Berglind Stefánsdóttir sem sér um grafíska hönnun og svo hljóðtækni- og tónlistarmaðurinn Kári Einarsson sem sér um tónlist.
Opnun sýningarinnar verður kl. 18 – 21 þann 11. mars.
DJ Flugvél og Geimskip skemmti gestum og gangandi
Tanja Levý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 með B.A í fatahönnun. Sama ár hóf hún nám í textílhönnun og útskrifaðist þaðan árið 2014.