Fjöltengi er samsýning myndlistarnema á 3. ári í Listaháskóla Íslands.
Opnun verður kl. 20:00 laugardaginn 28. febrúar.
Á sýningunni verða verk sem fjalla um margbreytilega skynjun okkar á heiminum. Notast er við mátt dreymandans, andleg mið könnuð, leitað að nýjum sýnum, óvissan heilluð og frelsinu fagnað sem felst í því að leyfa sér að dreyma. Innsæið mun birtast í formi sköpunarkraftsins og því miðlað sem er handan tungumálsins.
Sýnendur voru:
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Andri Björgvinsson, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Myrra Leifsdóttir, Heiðrún G. Viktorsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Sara Ósk Rúnarsdóttir, Sigríður Þóra Óðinsdóttir, Steingrímur Gauti, Ylva Frick