Þann 22. nóvember 2014 opnuðu Katrína Mogensen og Sunneva Ása Weisshappel sýningu með verkum sem þær unnu bæði saman og í sitthvoru lagi. Sýningin hét Bæjarleyfi og var opin til 28. nóvember.
___________________________________________________________________________________
Vídjóverk í vaskahúsinu eftir Sunnevu Ásu Weisshappel
Ljósmyndir í stofunni eftir Sunnevu Ásu Weisshappel
Málverk í eldhúsinu eftir Katrínu Mogensen
Verk í stofunni eftir Katrínu Mogensen
________________________________________________________________________________________
Katrína Mogensen (f. 1989) útskrifaðist í vor úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Bæjarleyfi er hennar fyrsta einkasýning eftir útskrift en hún hefur áður tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún er einnig sem kunnug er sönkona hljómsveitarinnar Mammút.
Sunneva Ása Weisshappel (f.1989) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands í fyrra og er stofnandi Algera Studio ásamt Ými Grönvold. Sýningin er fyrsta einkasýning Sunnevu eftir útskrift en hún hefur áður tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis.