Hin konunglega teiknisýning 5. – 11. desember

Hér byrjar tilkynningin þess efnis að átta ungir listamenn sem eru ekki sérstakur hópur eða hreyfing nokkurs konar (en samt) ætla að halda teiknisýningu sem heitir Hin Konunglega Teiknisýning.

Hópurinn samanstendur af átta manns sem eiga það sameiginlegt að þeir eru vinir og þeir teikna. Þeir hittast stundum á stofunni eða einversstaðar og taka þá upp blað og blýant eða penna og teikna saman. Stundum teikna þeir ekkert en spjalla bara í staðinn. Þá tala þeir þó oftast um teikningu því hún er þeim svo hugleikin.

Nú hafa þeir loksins afráðið að sýna þessar myndir sínar saman í sama rými á sama tíma.

Þann 5. desember opnar þess vegna sýning á verkum þessara listamanna í listamannsrekna sýningarrýminu Ekkisens að Bergstaðastræti 25 B.

Sýningin opnar klukkan 20:00. Boðið verður uppá fljótandi veigar.
Sýningin stendur til 11. desember.
-1

Frá vinstri til hægri:

Matthías Rúnar Sigurðsson, Karl Torsten Ställborn, Sigurður Ámundason, Arngrímur Sigurðsson, Héðinn Finnson
Gylfi Freeland Sigurðsson, Sölvi Dúnn Snæbjörnsson, Arnór Kári Egilsson

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star