Tilorðningar er fyrsta einkasýning Birtu Þórhallsdóttur en þar sýndi hún teikningar og bókverk sem tengjast tilorðningu og stökkbreytingu óræðra lífvera. Verkin sem gefur að líta á sýningunni voru flestöll unnin í Mexíkóborg síðastliðið ár.
_____________________________________________________
BIRTA ÞÓRHALLSDÓTTIR (f.1989) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands í vor. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og gefið út ljóðakver og bókverk ásamt því að vera stofnandi Listvísi – Málgagn um myndlist ásamt Freyju Eilíf Logadóttur. Birta var skiptinemi í listakademíunni Escuela Nacional de Pintura, Escultura y Grabado “La Esmeralda!” fyrir tveimur árum og hefur verið með annan fótinn í Mexíkóborg síðan þá.