LENGIST Í TAUMNUM – Útgáfa á ljóðabók eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, 20. október

Útgáfunefndin WHEEL OF WORK kynnir ljóðabókina LENGIST Í TAUMNUM eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson.

Í bókinni má meðal annars rekast á hagrænan skapara og skepnur hans; nýborinn frelsara og framsækin fyrirheit hans; höggþungar hendur og þrúgandi faðm hinnar móðurlegu algæsku; súrsætan óttann við óeirðir, bragðbeiska upplausn og vatnsblandaðar hamfarir; síendursköpuð hnitakerfi, sparslaðar höggmyndir; manngerðan þurrkinn og guðdómlegt úrhellið; króníska skekkjuleiðréttingaráráttu; bót allra meinsemda, djassinn — hóstasaft hinna kokþröngu, ópíum hinna angistarfullu; brauðmylsnuslóðann sem mávarnir nenna ekki að afmynda; ítrekað átraðkaðan maðkinn; okkur, þá fánýtu fleirtölu; og þéttfléttaðan tauminn sem sitt á hvað styttist og lengist — en slitnar aldrei.

Snorri Páll fæddist árið 1987 og tórir enn. LENGIST Í TAUMNUM er hans fyrsta ljóðabók. Hann hefur fengist við hitt og þetta: ástundað (and)pólitískan prakkaraskap, samið og flutt tónlist, framið gjörninga, staðið að útgáfu tímarita, birt greinar og ljóð í bókmenntatímaritum, og verið óreglulegur pistlahöfundur götublaðsins Reykjavík Grapevine. Í september og október sl. stóð hann, ásamt Steinunni Gunnlaugsdóttur, að halarófu verka víðsvegar um Reykjavík undir titlinum EF TIL VILL SEK. Þar frumsýndi hann stuttmyndina MAÐUR BÍÐUR og framdi þriggja þátta gjörninginn ANNAÐ FÓLK auk þess að taka þátt í stofnun MÁF/VAVINAFÉLAGSINS. Síðustu árin hefur hann helst dvalist í borgum sem byrja á B.

IMG_3362
IMG_3365IMG_3383CIMG3374CIMG3390IMG_3372CIMG3390

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star