Á sýningunni var bókin “Krimmasögur” kynnt en hún inniheldur bersöglar sögur úr undirheimum Íslendinga sem höfundur hefur safnað saman og myndskreytt. Ámundi Sigurðsson annaðist hönnun bókarinnar.
Bókin var prentuð í 400 eintökum og verður til sölu á staðnum á 5000 krónur. Athugið að enginn posi er á staðnum.
Ómar Stefánsson er fæddur árið 1960 og útskrifaðist úr Mynd- og Handíðarskólanum árið 1981 og sem Meisterschuler í málaralist frá prófessor Fussmann í Hochschule der Kunste í Vestur-Berlín. Hann hefur unnið samvinnuverk með Magnúsi Pálssyni, Dieter Roth, André Thomkin, Dominik Steiger og verið í listakreðsum með Dorothy Iannone, Jan Voss og Einari Guðmundssyni Litla- Skáldi. Ómar hefur einnig sýnt verk sín með myndlistarmönnunum Joseph Boyce, Dieter Roth, Hermann Nitch, Cy Twombly og Robert Filiou. Verk eftir hann eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Nýlistasafnsins og Heine Onstadt safnsins í Osló, Noregi. Einnig eru verk hans í einkaeigu víðs vegar um Evrópu, til að mynda hjá einkasöfnurum í Hollandi og Illuminati í Sviss.