Verið velkomin á Myndlykla, sýningu í Skynlistasafninu þann 1. febrúar 17:00 – 19:00, þeirrar fyrstu úr röð sýningarviðburða þar sem spiluð verða valin myndbandslistaverk eftir íslenska og alþjóðlega samtímalistamenn.
Myndlyklar I:
IIOII – eftir Rakel Jónsdóttur
Time Mashine – eftir John Butler
How to stop watching a video that never ends – eftir Jan Martinec
Verkin eru öll um um 10 mínútur að lengd og verða í endurtekinni línulegri dagskrá yfir kvöldið.
ATH. Verkin verða einungis í sýningu þetta eina kvöld. Myndbandsverkin voru meðal annarra partur af sýningardagskrá ĘXÏSTĘNZÎĀ, staðbundnu kvikmyndahúsi og innsetningarverki sem sett var upp í rými HilbertRaum í Berlín í janúar 2020. Hluti sýningarinnar hefur einnig verið settur upp í Skynlistasafninu, nánar tiltekið titilverk sýningaraðarinnar, svokallaðir Myndlyklar, skúlptúrveggverk sem virka einnig sem inneignarnóta í Tilvistarþjónustu Skynlistasafnsins.