@ ENGLISH BELOW @
Verið velkomin í geimstillingu, á samsýningu um framtíðarverundina og opnun Skynlistasafnsins, nýrrar tilraunavinnustofu í Þingholtunum.
Exxistenz er umbreytandi fylgjusnákur sem borðaði og braut niður Ekkisens, sýningarými sem starfrækt var 2014-2019 og lagði drög að nýrri starfsemi sem skipulögð yrði í rými þess, sem tilraunavinnustofu og skynlistasafns (((@)))
Skynlistasafn Exxistenz verður því vígt með opnunarathöfn á Bergstaðastræti 25B þann 9. nóvember 17:00-19:00, með breyttum innviðum, kynningu á nýjum áherslum og samsýningu á listaverkum sem fjalla um framtíðarverundina.
Johanne Christensen (DK) og Serena Swanson (UK) sýningarstýra sýningunni og listamenn sem eiga verk á henni eru Claire Paugam, Fritz Hendrik IV, Grzegorz Łoznikow, Hildur Ása Henrysdóttir, Kathy Clark, Páll Haukur Björnsson, Steingrímur Eyfjörð, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ámundason, Soa Penn og Þór Sigurþórsson.
Rými Skynlistasafnsins er skipt upp í þrjá mismunandi geima. Sýningargeim, samkomugeim og hugleiðslugeim. Tilraunakenndra viðburða má vænta á næstunni, sýningarstýrðra samsýninga sem og efnisvana og listfengrar hversdagsþjónustu sem verður í boði eftir pöntun.
Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á prentuðu efni á opnunardegi safnsins sem og á heimasíðu þess sem verður starfrækt í gegnum stafrænar bækistöðvar ekkisens.com
Safnstjóri Skynlistasafnsins er Freyja Eilíf
@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@@
Exxistenz is a transformational spirit snake who demanded that Ekkisens Art Space (2014-2019) be discontinued, and a new concept developed for the space in the name of an experimental workshop and a museum of perceptive art (((@)))
ExxistenZ, as a Museum of Perceptive Art and an Experimental Studio will be inaugurated on November 9th, 5-7 PM, with changed infrastructure, a presentation of the new concept, while also opening a group exhibition of art works about the future existence curated by Johanne Christensen (DK) and Serena Swanson (UK). Artists they have included are Claire Paugam, Fritz Hendrik IV, Grzegorz Łoznikow, Hildur Ása Henrysdóttir, Kathy Clark, Páll Haukur Björnsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ámundason, Soa Penn and Þór Sigurþórsson.
The museum has been divided into three different spaces. Exhibition space, gathering space and meditation space. A variety of experimental events can be expected in the near future, curated exhibitions as well as non-material, artistic and experimental everyday services that will be available upon request.
Further information will be available through printed zines and menus on the museum’s opening day as well as on its website, which will be operated through the digital base of ekkisens.com
Director of Exxistenz is Freyja Eilíf