Terraria | Clara Bro & Steinunn Anna

Left: Clara Bro Uerkvitz | Right: Steinunn Anna Mörtudóttir 

Terraria was a duo exhibition created by artists Clara Bro Uerkvitz and Steinunn Anna Mörtudóttir. It opened on the 10th of February and was closed on the 2nd of March in 2018.

The sculptures were created by Clara Bro Uerkvitz and the canvases and landscape paintings were made by Steinunn Anna Mörtudóttir.

“In the Terraria bits and pieces of different origins come together to create a new environment. Their sweat builds up the moisture which condensed to water quenches their thirst in turn. Through the everlasting circulation of body fluids the strangers become one.
By simulation, transference and isolation an unprecedented biome is created, for the study, observation or safeguarding of its individual elements.

While sharing the same physical space Clara and Steinunn have uncovered common threads. Pulling at them from opposite ends, discovering tangles and points of intersection, they’ve nudged one another into different directions, tugging apart in places and towards in others. They bring the threads together but the weave is loose and full of loops, loopholes to break away and onto new territories, or to allow for inspection of the links and structures, to see how they come apart or cling together.”

Stýrðar lífheildir 
by Dr. Magnus Gestsson  

published on starafugl.is 
26.02.18

 

Sýning listatvíeykisins Clara Bro Uerkvitz og Steinunnar Önnudóttur í Ekkisens ber titilinn Terraria. Titillinn vísar til rannsóknarstofu þar sem dýr og plöntur lifa í umhverfi sem líkir eftir náttúrulegum heimkynnum þeirra. Innsetningin virðist því að einhverju leyti rekja ættir sínar til þeirrar raunvísindahyggju þar sem vísinda- og listafólk vinnur saman og orðin er nokkuð áberandi í samtímalistinni. En þar sem Uerkvitz og Steinunn vinna verkin ekki í samvinnu við vísindafólk má segja að þær séu bæði lífræðingar og listamenna sem hafa alla þræði sköpunar, rannsóknarvinnu og afbyggingar í eigin höndum.

Listakonurnar koma hvor úr sinni áttinni, Uerkvitz er MA nemi við LHÍ og Steinunn hefur unnið að list sinni um nokkurra ára skeið auk þess að reka sýningarýmið Harbinger og bókabúð á Freyjugötu 1 í Reykjavík.

Sýningin samanstendur af tíu smágerðum og kyrrstæðum lífheimum sem dreift er um gallerígólfið og skúmaskot rýmisins. Yfir hverju verki hangir ljós sem virðist líkja eftir dagsljósi og varpar stöðugri og jafnri birtu yfir þessa framandlegu heima. Flest verkin eru hringsæ á meðan önnur njóta sín eingöngu frá einni hlið. Með það í huga hefði verið rökrétt að raða þeim verkum meðfram veggjunum.

Verkunum er dreift um gólf gallerísins þannig að þeirra verður einungis notið ofan frá nema sýningargestir leggist á gólfið.  Þessvegna gæti verið tilvalið fyrir gesti að meta verkin á forsendum fuglsins sem flýgur yfir (í leit að bráð). Að auki berst vatnsniður frá grófgerðum hnullungi í einu horninu sem auk þess varpar innra ljósi sínu yfir nærumhverfi sitt. Þannig nær sýningin að magna upp ótta við illfygli sem sitja um lífríkið og öryggi sem fylgir friðsælum leiðslutónum vatnsins.

Við vinnslu sýningarinnar unnu listakonurnar hvor í sínu lagi og skiptu með sér verkum á þann hátt að Uerkvitz vann keramíkina á meðan Steinunn vann málverkin sem mynda undirstöður þesara heima ásamt bleikri lífveru sem unnin er úr svampi og vakti óskipta athygli mina.

Samkvæmt titli sýningarinnar gætu verkin verið eftirmyndir raunverulegra náttúrulegra lífsforma eins og sveppa og djúpsjávardýra eða hreinn og klár tilbúningur. Annað athyglisvert atriði er að það er ógerningur að vita hvort verkin eru stækkanir á örsamfélögum í lífríkinu eða smækkanir á risavöxnum lífsformum. Þessi óvissa um það hvað sé verið að afbyggja er eitt af því sem gerir verkin og allla innsetninguna heillandi. Auk þess er hægt að raða verkunum upp á ýmsan hátt þannig að í framtíðinni geta listakonurnar búið til nýjar samsetningar. Það að verkin voru unnin án þess að þær vissu hvað hin var að gera gefur listakounum færi á að láta óvænta hluti gerast sem ýtir undir leikgleði og óvænta atburðarás (fund regnhlífar og saumavélar á uppskurðarborði svo gripið sé til handhægrar súrrealiskrar klisju).

Nú er það ekkert nýtt að listafólk vinni með land, landslag og lífríki í ýmsum formum og víddum þannig að af nógu er að taka þegar afbyggja skal þessi viðfangsefni og verk annars listafólks. Í stuttu samtali við Steinunni kom í ljós að á meðal margra áhrifavalda listakvennanna eru Khristine Ödlund, Anne Graff og Orben Pinhassi.

Heildarsvipur sýningarinnar er góður þó verkin sem dreift er um gallerígólfið virðist fremur ruglingsleg og gestir þurfi að hafa sig alla við til að stíga ekki á þessa íðilfögru smáheima. Þeir sem ganga um grösuga dali eða grýtta mela kannast örugglega við þá tilfinningu að taka á sig krók til að troða ekki á fallegu blómi aða skordýri. Verkið sem að mínu mati naut sín best var inni í lítilli kompu, svolítið einmana en litríkt og lifandi.

Lokahóf sýningarinnar verður föstudaginn 2. mars frá kl. 16:00 til 19:00 en einnig verður opið fimmtudaginn 1. mars frá kl. 16:00 – 18:00.

 



       __    __   .__                             
  ____ |  | _|  | _|__| ______ ____   ____   ______
_/ __ \|  |/ /  |/ /  |/  ___// __ \ /    \ /  ___/
\  ___/|    <|    <|  |\___ \\  ___/|   |  \\___ \ 
 \___  >__|_ \__|_ \__/____  >\___  >___|  /____  >
     \/     \/    \/       \/     \/     \/     \/


                                      
                                                    ██▓▓██
                                                  ██▓▓▓▓██
                                                  ██░░██  
                                                  ██░░██  
                                                ██  ░░░░██
                                              ██  ░░░░░░██
    ████                                    ██  ░░░░░░░░██
  ██    ██████                        ██████  ░░░░░░░░██  
██▓▓          ████              ██████        ░░░░░░░░██  
██▓▓░░░░          ██████████████              ░░░░░░██    
  ██░░░░░░░░░░                        ░░░░░░░░░░░░░░██    
    ██░░░░░░░░░░░░              ░░░░░░░░░░░░░░░░████      
      ██░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░████          
      ██░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░████              
        ████████░░░░░░░░░░░░░░░░░░░░████                  
                ██████░░░░░░░░░░████                      
                      ██████████

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star