Diana forever / Díana, að eilífu

*english below*

Díana, að Eilífu

Díana, að eilífu er samsýning 14 myndlistarmanna, sem fjalla hver á sinn hátt um umfjöllunarefnið: Díönu Prinsessu.

Tuttugu ár eru liðin síðan Díana prinsessa lést í bílslysi. Nafn hennar hefur aldrei alveg horfið úr dægurmálinu, af forsíðunum, en núna er hún allsstaðar. Styttur rísa af henni, góðgerðarsamtök gefa frá sér í hennar nafni, fólkið leggur aftur blóm út á stétt. Hún virðist ekki afmarkast af konunni sem hún var, heldur goðsögninni sem varð til þegar umheimurinn eignaði sér hana. Hún lifir sem minning, sem hugmynd.

Hugmyndin um Díönu Prinsessu leikur lausum hala um sýningarsali Ekkisens, Portsins og Mengi, í öllum mögulegum formum myndlistar.

Fagnið með okkur!
Léttar veigar í boði

Þáttakendur:

Andrea Arnarsdóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Berglind Erna Tryggvadóttir,
Guðrún Heiður Ísaksdóttir,
Helga Skúladóttir Thoroddsen,
Magnús Gestsson,
María Worms,
Rúnar Örn Marinósson,
Sigrún Hlín Sigurðardóttir,
Snorri Ásmundsson
Starkaður Sigurðarson,
Steingrímur Eyfjörð,
Sveinn Steinar Benediktsson,
Una Sigtryggsdóttir.

Opnun 10. nóvember kl 17:00 í Gallerý Port og Ekkisens
Sýningin stendur frá 10. nóvember til 26. nóvember

Gjörningakvöld í Mengi 18. nóvember kl 19:00

_________________

Diana Forever

Diana Forever is an art exhibition with 12 artists, that all contribute original works on the exhibition’s subject: Princess Diana.

It has been twenty years since Princess Diana lost her life. Her name never quite disappeared from our daily life, from the newspapers, now we find that she is everywhere. Statues of her are erected, charities make donations in her name, people lay flowers out on the pavement once again. It seems this phenomenon is not confined within the person that she was, but the goddess that was created once the outside world enveloped her. She lives on as a memory, a myth, an idea.

The idea of Princess Diana is brought to life in the exhibition spaces of Ekkisens, Portið and Mengi, in every possible form of art.

Come celebrate with us!
Wine and cucumber sandwiches on opening night!

Contributors:

Andrea Arnarsdóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Berglind Erna Tryggvadóttir,
Guðrún Heiður Ísaksdóttir,
Helga Skúladóttir Thoroddsen,
Magnús Gestsson,
María Worms,
Rúnar Örn Marinósson,
Starkaður Sigurðarson,
Steingrímur Eyfjörð,
Sveinn Steinar Benediktsson,
Una Sigtryggsdóttir.

Opening 10th of November at 17:00 in Gallery Port and Ekkisens
The duration of the exhibition is 10th of November to 26th of November

Performance evening in Mengi on the 18th of November at 19:00


 

Minnast Díönu prinsessu með listasýningu

Stefán Þór Hjartarson skrifar

Þau Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir stýra sýningunni Díana, að eilífu, þar sem tólf listamenn túlka goðsögnina Díönu með eigin hætti. Myndin er uppstillt.
Þau Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir stýra sýningunni Díana, að eilífu, þar sem tólf listamenn túlka goðsögnina Díönu með eigin hætti. Myndin er uppstillt.

Í ár eru liðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést í skelfilegu bílslysi í París. Hennar hefur verið minnst víða um heim í ár, en á föstudaginn munu 12 listamenn opna sýninguna Díana, að eilífu í Galleríi Porti og Ekkisens þar sem Lafði Díönu verður minnst á ýmsan hátt, meðal annars með skúlptúrum, gjörningum svo og minningartónleikum.

„Um leið og við erum að halda upp á þessa manneskju og goðsögn sem Díana prinsessa var, þá er þetta líka myndlistarsýning um tíma sem er liðinn. Það er líka eftirtektarvert að mörg þeirra sem taka þátt í myndlistarsýningunni eru á þeim aldri að þau voru bara krakkar þegar Díana prinsessa deyr og þá verður dýnamíkin áhugaverð því að við þekkjum eiginlega ekkert annað en hvernig hlutirnir voru eftir að hún var dáin og þessa goðsögn um konuna,“ segir Auður Lóa Guðnadóttir, sem stýrir sýningunni ásamt Starkaði Sigurðssyni og Andreu Arnarsdóttur, auk þess sem hún sjálf sýnir verk sín.

Einn skúlptúra Auðar Lóu sem verður til sýnis.

„Við rannsökum þetta hvert á sinn hátt. Við erum 12 listamenn sem vinnum hvert í sínu horni og það eru mjög margir útgangs­punktar sem er hægt að ganga út frá. Það er hægt að líta á hana svo mörgum augum, eins og við komumst þarna að.

Ég sjálf er til dæmis að vinna með grísku gyðjuna Díönu og hvernig þær Díana prinsessa hittast sem goðsagnir; það hvernig sögur þeirra tala saman. Svo eru hinir að gera alls konar en ég vil ekki kjafta frá því,“ segir Auður Lóa dularfull, en gefur þó upp að það verði gjörningar.

„Það verður sérstakt gjörningakvöld í Mengi 18. nóvember. Þar verða gjörningar og einn fyrirlestur. Þangað mætir svo leynigestur – ég segi ekki meir.“

Á gjörningakvöldinu verða fluttir tveir gjörningar, annar eftir tvíeykið Berglindi og Rúnar og hinn eftir Maríu Worms og Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur. Eftir sýninguna á föstudaginn verða svo minningartónleikar á Húrra þar sem koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star