FLÆKJA | Linn Björklund & Soffía Guðrún KR Jóhannsdóttir

*english below*

Sýningin FLÆKJA opnaði þann 26. maí í Ekkisens, kjallara Bergstaðastrætis 25B. Sýningin var samsýning á verkum eftir Linn Björklund og Soffíu Guðrúnu KR Jóhannsdóttur en þær útskrifuðust báðar úr meistaranámi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Sýningin var þeirra fyrsta samstarfsverkefni.

Í kjallarnum liggja rætur hússins. Í kjallaranum eru mörk dags og nætur óljósari. Í kjallaranum rennur það saman.

Alexander var forvitinn og ævintýragjarn. Hann hafði engan áhuga á þeim hluta hússins sem lá ofanjarðar; bókasafninu, notalega arninum eða stóru herbergjunum. Hann leitaði niður í kjallarann, þar sem hann gat legið í baðkarinu og leyft vatninu að umlykja líkamann, finna hvernig það kólnaði smám saman meðan hann fylgdist með baunaplöntunni sem óx upp úr niðurfallinu í gólfinu. Plantan var einhvers konar sönnun; hér var hann næst náttúrunni, hér var himnan milli náttúrunnar og hins manngerða þynnst. Hann fann það líka á veggjunum, jörðin hinum megin við múrsteinana vildi komast inn. Hún kallaði á hann.
Alexander var heltekinn af því sem aðrir veltu ekki fyrir sér. Hann lyfti plöntunum upp úr dýru kínversku blómapottunum og rannsakaði ræturnar – þar var lífið, það sem lá ofanjarðar var bara tilgerðarlegt skraut. Samkvæmt honum var hið manngerða bara á yfirborðinu, eins og þunn skorpa. Ofan í jörðinni giltu önnur lögmál, þar fléttuðust ræturnar við jörðina, sveppi og ánamaðka. Þar var rotnun forsenda nýs lífs.

18622389_423056141399730_3950051960250547599_n

The exhibition FLÆKJA opened on May 26th at Ekkisens, Bergstaðastræti 25B basement. FLÆKJA is a joint exhibition of works by Linn Björklund and Soffía Guðrúnu KR Jóhannsdóttir, who graduated from the master’s degree program of visual art from the Iceland Art Academy in 2015. The exhibition was their first collaborative project.

GOOGLE TRANSLATE:

The roots of the house lie in the basement. In the basement the days and nights are darker. In the basement it runs out.

Alexander was curious and adventurous. He had no interest in the part of the house that lay above ground; The library, the cozy fireplace or the big rooms. He looked down into the basement, where he could lay in the bathtub and allow the water to surround the body, find how it cooled gradually as he watched the beans plant that grew up from the drop in the floor. The plant was some kind of proof; Here he was next to nature; here was the sky between nature and the human being diluted. He also found it on the walls, the earth on the other side of the bricks wanted to enter. She called on him.
Alexander was obsessed with what others did not expect. He lifted the plants out of the expensive Chinese flower pots and studied the dishes – where life was, what lay above was just a decorative decoration. According to him, the man-made was just on the surface, like thin crusts. Above the earth, other laws apply, where the roots were tied to the ground, mushrooms and almonds. There was the decay of the prerequisite of a new life.

teikning eftir soffíu

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star