Skynlistaskólinn

SKYNLISTASKÓLINN er listrænn dulspekiskóli sem veitir leiðsögn þeim sem hafa áhuga á að styrkja yfirskilvitlegt næmi sitt og sköpunarkraft, í gegnum sex vikna námskeið sem fer fram í gegnum hópatíma á netinu, sérútbúið námsefni og sjálfstæð verkefni.

◐ ◐ ◐

Hver hópatími fer fram í gegnum fyrirlestur, hópaumræðu og kynningu á nýju verkefni fyrir hverja viku fyrir sig. Hverjum tíma fylgir sérútbúið lesefni með æfingum sem styrkja einstaklinga í næmi sínu í skapandi vinnu, gegnum leiðslu, draumæfingar, orkuheilun, miðlun, undirmeðvitund, streymi og sjamanískar vinnuaðferðir. Efni námskeiðisins er kynnt á fræðilegan máta í gegnum dulvísindaleg kerfi, dæmisögur sem fara fram með kynningu á þekktum listamönnum sem unnið hafa að listsköpun sinni með hverri aðferð fyrir sig og verkum þeirra, sem og persónulegri leiðsögn af eigin reynslu leiðbeinanda.

◐ ◐ ◐

Tímarnir fara fram á sunnudögum 6. júní til 11. júlí frá klukkan 16:00 – 18:00.

1. tími: sunnudaginn 6. júní, 16:00 – 18:00
2. tími: sunnudaginn 13. júní, 16:00 – 18:00
3. tími: sunnudaginn 20. júní, 16:00 – 18:00
4. tími: sunnudaginn 27. júní, 16:00 – 18:00
5. tími: sunnudaginn 4. júlí, 16:00 – 18:00
6. tími: sunnudaginn 11. júlí, 16:00 – 18:00

Hverjum þátttakanda býðst einnig einkaviðtal við leiðbeinanda á meðan námskeiðinu stendur ásamt einkatíma í astróþerapíu, orkuheilun eða spámiðlun.

◐ ◐ ◐

Freyja Eilíf leiðir námskeiðið, en hún útskrifaðist úr myndlistardeild frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og hefur starfað sem myndlistarkona og sýningarstjóri síðan þá. Hún hefur auk þess sótt námskeið í orkuheilun og skyggni í Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur, verið í dulspekilegu námi í seiðkonuhring í Kaliforníu og var í árslangri starfsþjálfun hjá amerískum sjaman árið 2019. Hún hefur leiðbeint fólki í myndlistarnámi í sjónlistardeild Myndlistarskólans í Reykjavík, sem gestakennari í Listaháskólanum í Vilníus og iðkar spámiðlun og heilun meðfram myndlistinni ásamt því að veita sjamaníska þjónustu.

◐ ◐ ◐

Verð: 25.000 – 40.000 kr. Einnig er í boði að greiða í gegnum þjónustuskipti.

Áhugasamir skrái sig með pósti á netfangið skynlistasafnid@gmail.com – takmörkuð pláss í boði.

◐ ◐ ◐

%d bloggers like this:
close-alt close collapse comment ellipsis expand gallery heart lock menu next pinned previous reply search share star